Sérkerfi

Inn- og útlestrarkerfi

Kerfið er hannað til að notendur geti lesið inn og úr Stólpa hvaða upplýsingar sem er. Kerfinu fylgja fjölmörg tilbúin sniðmát, s.s. fyrir lestur gagna úr Stólpa (MS-Dos) og úr öðrum bókhaldskerfum. Kerfið hefur einnig verið notað til að sérhanna útskriftir úr birgðakerfinu til að flýta fyrir gerð verðlista.

Dýralæknakerfi

Sérhannað kerfi fyrir dýralækna með möguleika á að skrá reikninga, sjúkdómsgreiningar og lyfjanotkun.

Verkbókhald með sölukerfinu

Kerfið hentar mjög vel fyrir verkstæði og aðra þá sem þurfa að einfalda og flýta fyrir skráningu og reikingsútskrift.

Tenging við farsölukerfi

Gefur kost á samskiptum við sérhannaðar sölumanna- og afgreiðslutölvur sem sölumenn fara með í verslanir til að selja eða taka niður pantanir.

Samningsgreiðslur

Gagnlegt t.d. fyrir bókun á föstum samningum sem tekjufæra þarf jafnt yfir árið.

Félagatal

Upplagt kerfi fyrir félagasamtök og er m.a. notað hjá öllum elstu golflúbbum landsins.


Félagakerfi

Hentar fyrir öll íþróttafélög, golfklúbba og samtök þar sem halda félagatal með tilheyrandi reikningagerð og bókhaldi.

Kassakerfi, tenging

Samskiptahluti sem gerir möguleg samskipti við einn eða fleiri verslunarkassa.

Póstverslun

Sérstök viðbót fyrir pantanamóttöku, til að senda út tilkynningarbréf til þeirra sem bíða eftir sendingum.

Markaðskerfi

Sérhæft kerfi til að skipuleggja söluátak og halda utan um tengla.


Fyrirspurnakerfi

Notað til að sérhanna útskriftir (Reportwriter). Kerfinu fylgja nokkrir staðlaðir listar til að auðvelda notendum að nota þá sem fyrirmynd og breyta þeim að vild eftir eigin óskum.

9 - 16 virka daga
Lokað um helgar
Borgartúni 28, 4 hæð
105 Reykjavík
Allur réttur áskilinn Stólpi Viðskiptalausnir ehf.
databaseselectmagnifier