Fjárhagsbókhald

Fjárhagsbókhald

Öflugt fjárhagskerfi sem gefur nauðsynlegt yfirlit yfir rekstur og efnahag.
Ný og meðfærileg dagbók í fjárhag flýtir verulega fyrir allri handavinnu og dregur úr villuhættu.

 • Les inn reiknings- og kortafærslur frá banka, kemur með tillögu að réttri bókun
 • Sjálfvirk villu- og viðvaranaleit dregur verulega úr villuhættu
 • Sjálfvirkar mótbókanir
 • Bókhaldslykill sem auðvelt er að aðlaga
 • Sjálfvirkar afstemmingar banka, lánardrottna og skuldunauta
 • Sjálfvirk afstemming milli fjárhags-, skuldunauta- og lánardrottnakerfis
 • Sjálfvirkar dagbókarfærslur
 • Öflugt fyrirspurnarkerfi til að leita og fletta upp færslum og færa yfir í Excel
 • Hreyfingalisti með niðurbroti á deildir, verkefni, tilvísanir, dagbækur o.s.frv. Einnig hægt að taka út hreyfingar fyrir óuppfærðar færslur.
 • Ársreikningur, efnahags- og rekstrarreikningur.
 • Aðalbók til útprentunar, í excel eða í pdf.

Rafræn skil

Virðisaukaskattur: Hægt að skila inn skýrslu tímabils með vefskilaþjónustu.
Skattframtal: Hægt að taka út skýrslu fyrir skattalykla og senda í gegnum þjónustuvef RSK.
Verktakamiðar: Hægt að skila með vefskilaþjónustu.

Tilvísanakerfi

Frjáls skráning tilvísana fyrir hvað sem er.

Fjárhagsáætlanir

Áætlanir má gera fyrir einstaka bókhaldslykla, samtölur eða sambland þannig að áætlun er gerð fyrir einstaka lykla og síðan samtalan skráð fyrir viðkomandi lykil.

Deildarskipting

Þægileg deildarskipting og niðurbrot í verkefni og tilvísanir. Hægt er að skoða rekstrarreikning ofl niðurbrotið á deildir.

9 - 16 virka daga
Lokað um helgar
Borgartúni 28, 4 hæð
105 Reykjavík
Allur réttur áskilinn Stólpi Viðskiptalausnir ehf.
databaseselectmagnifier