Stimpilklukka

Viðveruskráning Stólpa - Stimpilklukka

Nákvæm tímaskráning starfsmanna er mikilvægur hluti af góðum rekstri. Ekki bara til að halda utanum hvenær starfsmenn eru í vinnu heldur einnig hvað verkefnum þeir sinna á vinnutíma.

Stimpilklukka Stólpa skiptist í bak- og framenda.

Bakendi kerfisins geymir allar skráningar starfsmanna, heldur utanum mætingareglur, helgidaga og reiknar út vinnutíma hvers starfsmanns.  Vinnutími hvers starfsmann er hægt að senda með sjálfvirkum hætti beint í launakerfi til launaútreiknings og/eða verkbókhald til að halda utanum alla skráða tíma í hvert verk.

Framendi kerfisins tekur við daglegri vinnuskráning starfsmanna. Tímaskráningin fer fram í gegnum læstan aðgang úr iPhone eða Android snjallsíma, spjaldtölvu eða hvaða tölvu sem er og getur verið staðsett hvar sem er. Skráningar eru sendar með sjálfvirkum hætti inn í bakenda kerfisins þar sem skráningar eru varðveittar. Við vinnuskráningu má einnig skrá hvaða verk er verið að vinna í, verkþátt, deild, efnisnotkun, frjálsar athugasemdir og fleira samkvæmt stillingum úr bakenda. Framendi kerfisins var tekinn í notkun í ársbyrjun 2016 og var strax kominn í notkun hjá stórum sem smáum fyrirtækjum með mörg hundruð starfsmenn.

9 - 16 virka daga
Lokað um helgar
Borgartúni 28, 4 hæð
105 Reykjavík
Allur réttur áskilinn Stólpi Viðskiptalausnir ehf.
databaseselectmagnifier