Birgðakerfi

Hagkvæm stýring birgða

Birgðakerfi Stólpa heldur vel utan um birgðir félagsins og veitir mikilvægar upplýsingar til að lágmarka birgðakostnað. Kerfið sýnir meðal annars framlegð eða veltu fyrir hvert vörunúmer, vöruflokk, vörutegund, birgðageymslu eða birgja. Auðvelt er að fylgjast með þróun á verðmæti birgða, hvort sem um er að ræða kostnaðarverð eða útsöluverð, greina súrar birgðir eða vörur undir lágmarki.

Einfalt er að stofna, breyta eða fella niður úreld vörunúmer eða víddir bak við vöruskrá félagsins. Kerfið heldur vel utanum verð vörunnar, hvort sem það er verð frá birgja, flutningskostnað, álagningu og útsöluverð vörunnar.

Kerfið styður notkun á strikamerkjum. Hægt er að úthluta nýjum strikamerkjum og prenta strikamerkjamiða af ýmsu tagi.

Hægt að færa á milli lagera, lesa birgðaskráningu úr handtölvum, halda utanum lotunúmer, fyrningardagsetningu, staðsetningu á lager ofl.

Hægt er að lesa inn rafræna reikninga frá birgjum, uppfæra lager og skrá samhliða í lánardrottnabókhaldið.

Helstu kostir Birgðakerfis Stólpa

  • Mjög ítarleg vöruskrá
  • Ítarlegur verðútreikningur og verðbreytingar
  • Flokkun á vörum í víddir
  • Margar birgðageymslur
  • Uppskriftir, frá hráefni í fullunna vöru
  • Rafrænn innlestur birgða
  • Afsláttarflokkar með ótakmarkaða möguleika
  • Öflug skýrslugjöf og góð yfirsýn
9 - 16 virka daga
Lokað um helgar
Borgartúni 28, 4 hæð
105 Reykjavík
Allur réttur áskilinn Stólpi Viðskiptalausnir ehf.
databaseselectmagnifier