Bókhald og launaumsjón

Stólpi Viðskiptalausnir er í samstarfi við nokkur fyrirtæki sem sinna bókhalds- og launaþjónustu þar sem áhersla er lögð á að viðurkenndir bókarar og eða annað sérfræði menntað starfsfólk vinnur. Þjónusta þessir aðilar minni og meðalstór fyrirtæki í ýmsum starfsgreinum og geta séð um bókhaldið að hluta eða öllu leyti, allt eftir þörfum viðskiptavinarins.

Í bókhaldsþjónustu okkar er meðal annars boðið upp á eftirfarandi:

  • Kostnaðarbókhald og afstemming lánadrottna: Við tökum á móti reikningum, skönnum þá og setjum í samþykktaferli, greiðum reikninga, færum kostnaðarbókhaldið og stemmum lánadrottna af. Við getum því séð um allt ferlið frá upphafi til enda eða aðeins hluta þess, allt eftir óskum viðskiptavina okkar.
  • Útgáfa reikninga, Innheimta og afstemming skuldunauta: Göngum frá og höldum utan um sölureikninga og samninga. Við gefum út reikninga, bæði rafræna reikninga eða á pappír (fruminnheimta) og sendum í netbanka, sendum ítrekanir (milliinnheimta) og sendum málið í lögfræðiinnheimtu þegar viðskiptavinur óskar þess (lögfræðiinnheimta í samstarfi við Veritas Lögmenn (www.veritaslogmenn.is). Færum reikninga og stemmum skuldunauta af. Við getum því séð um allt ferlið frá upphafi til enda eða aðeins hluta þess, allt eftir óskum viðskiptavina okkar.
  • Launaútreikninga, launauppgjör og greiðslur: Mörg fyrirtæki velja að úthýsa launabókhaldi sínu til sérfræðinga þar sem launaútreikningar kalla á sérhæfða þekkingu auk þess sem laun starfsmanna eru mikið trúnaðarmál og því oft þægilegra að aðrir sjái um launaútreikningana og frágang. Við sjáum um launaútreikninga, sendum launaseðla, sjáum um greiðslu launa og orlofs og sendum inn skilagreinar vegna staðgreiðslu, tryggingagjalds, lífeyrissjóða og stéttarfélaga. Sjáum einnig um gerð launaframtala og sendum út launa-og verktakamiða.
  • Virðisaukaskattsuppgjör: Við sjáum um virðisaukaskattskil fyrir fjölmörg fyrirtæki. Við sjáum til þess að skila inn öllum gögnum á tilteknum tíma og að VSK uppgjörið sé tilbúið þegar kemur að eindaga. Við skilum skilagreinum virðisaukaskatts rafrænt úr bókhaldskerfinu. Krafan stofnast sjálfkrafa beint í netbanka sem kemur í veg fyrir villur og minnkar vinnu.
  • Uppgjör og ársreikninga: Við sendum viðskiptavinum okkar regluleg rekstraruppgjör og gefum þeim þannig kost á að fylgjast vel með rekstri sínum. Við undirbúum bókhaldið fyrir endurskoðanda félagsins þegar kemur að skilum á endanlegum ársreikningi.

Stólpi Viðskiptalausnir er í nánu samstarfi við ýmsa lögfræðiþjónustur og rðagjafafyrirtækið Veritas Ráðgjöf. Samstarfsaðilar okkar veita víðtæka lögfræði- og fjármálaráðgjöf til fyrirtækja og stofnanna af öllum stærðum og gerðum.

Hafðu samband við okkur ef þig vantar ábyrga og góða bókhaldsþjónustu í síma 512 4400 eða sendu tölvupóst á stolpi@stolpi.is

8 - 16 virka daga
Lokað um helgar
Borgartúni 28, 4 hæð
105 Reykjavík
Allur réttur áskilinn Stólpi Viðskiptalausnir ehf.
databaseselectmagnifier