Persónuverndarstefna

Stólpi ehf.
Kennitala: 540409-0130
Sími: 512-4400
Heimilisfang: Borgartún 28, 105 Reykjavík

Gildir frá 1.1.2019

Hjá Stólpa skiptir öryggi og trúnaður miklu máli. Allt starfsfólk Stólpa fær fræðslu um þessi mál og er samtaka í því að gæta þessara miklu hagsmuna viðskiptavina Stólpa. Í þessari persónuverndarstefnu kemur fram í hvaða tilvikum hún á við.

Allar fyrirspurnir um persónuvernd Stólpa má senda á netfangið personuvernd[hjá]stolpi.is

Stólpi miðlar ekki upplýsingum

Stólpi miðlar ekki upplýsingum um notendur til annarra aðila. Stólpi nýtir sér netfangalista sinn með upplýsingum um viðskiptavini sína eingöngu til að miðla upplýsingum um kerfi Stólpa og aðrar upplýsingar sem beint erindi eiga við notendur lausna Stólpa. Þess er gætt að viðskiptavinir Stólpa sjái ekki aðra á þeim lista.

Skýjaþjónusta Stólpa

Aðgangur að gögnum

Fyrirtæki sem nýtir sér Skýjaþjónustu Stólpa fær eins marga aðganga og það óskar eftir. Hver aðgangur er algerlega takmarkaður við fyrirtæki viðkomandi viðskiptavinar t.d. ef um undirfyrirtæki sé að ræða og hægt er að stýra aðgengi hvers notenda að undirkerfum hvers fyrirtækis viðskiptavinar eins og þurfa þykir. Sérstök stefna er um notendanöfn og lykilorð og hvernig hægt er að óska eftir upplýsingum um þessi atriði t.d. að þessar upplýsingar eru ekki gefnar upp í síma.

Símtöl

Stólpi afritar símtöl sem berast inn á þjónustuborð Stólpa. Tilgangur þess er fyrst og fremst til að bæta þjónustu Stólpa en einnig er hægt að hafa þau til hliðsjónar við úrlausn mála ef þau koma upp. Hljóðupptökur símtala er aldrei deilt á aðra aðila.

Vinnslusamningur

Í þeim tilvikum sem við á gerir Stólpi sérstakan vinnslusamningu skv. ákvæðum nýrra persónuverndarlaga. Þar er kveðið á um hverskonar persónuupplýsingar eru undir og hver meðhöndlun þeirra er.

Afritun

Stólpi er samstarfsaðili Microsoft og nýtir sér þeirra lausnir m.a. við afritun gagna. Öll mikilvæg gögn eru afrituð með öruggum hætti daglega og geymd á aðskildum öruggum stað. Lyklar að endurheimt gagna eru einnig geymdir á öruggum stað með takmörkuðu og stýrðu aðgengi.

 

www.stolpi.is

Vefkökur

Stólpi notar vefkökur (e. cookies) á vef fyrirtækisins til þess m.a. að greina umferð um vefinn. Þær innihalda ekki persónuupplýsingar og aðrir geta ekki lesið þær. Í flestum tilvikum eru vafrar notenda stilltir þannig að þeir taka sjálfvirkt við kökum. Notendur geta þó valið að vafrar geri ekki slíkt og hefur það ekki sérstök áhrif á notkun viðskiptavina okkar á vefsíðu Stólpa.

Vefmælingar

Stólpi notar Google Analytics til að greina umferð um vefsíðu Stólpa. Þar er m.a. skráð hvaðan notendur koma t.d. ef smellt er á auglýsingu hjá miðlum eða hvort notendur koma beint inn á vefinn o.sv.fr. Skráð er hvenær heimsókn á sér stað, í hve langan tíma notandi er á vefnum, hvaða upplýsingar notandi leitar að og hvar á vefnum notandi fer af vefsíðu Stólpa. Tilgangur þess er eingöngu til að greina nytsemi og notkun vefssíðu Stólpa til frekari þróunar þjónustu fyrirtækisins.

Hlekkir

Í einhverjum tilvikum vísar vefsíða Stólpa á aðra vefi með ítarefni s.s. kennslumyndbönd á YouTube. Stólpi leitast eftir því að vísa eingöngu á önnur ábyrg vefsvæði en getur þó ekki tekið ábyrgð á öðru efni sem þar má finna.

HTTPS

Vefur Stólpa notast við SSL skilríki til að gera samskipti notenda vefsins öruggari og veita m.a. vörn fyrir svokölluðum „milliárásum“ ef óprúttnir aðilar reyna að blekkja notendur Stólpa með „fals-vefsíðu“ í þeim tilgangi að komast yfir t.d. einhverjar greiðslu- og eða bankaupplýsingar. Stólpi fer aldrei fram á greiðslur eða óskar eftir bankaupplýsingum viðskiptavina á vefnum. Með notkun SSL skilríkja eru samskipti vefsíðu Stólpa og notenda dulkóðaðar.

9 - 16 virka daga
Lokað um helgar
Borgartúni 28, 4 hæð
105 Reykjavík
Allur réttur áskilinn Stólpi Viðskiptalausnir ehf.
databaseselectmagnifier