Áramót og breytingar

Áramótavinnsla

Nokkrar aðgerðir í bókhaldi er gott að hafa í huga um áramót.

Nánari upplýsingar má nálgast HÉR.

Ný útgáfa 2026

Útgáfa 2026.01.04 kom út fyrir skömmu. Í þeirri útgáfu hafa nýjar Staðgreiðsluforsendur 2026 verið skráðar í launakerfið. Bókhaldsárið 2026, stofnast einnig sjálfkrafa um leið og fyrsti sölureikningur ársins er gerður.

Notendur sem eru hýstir í skýinu hjá okkur hafa þegar verið uppfærðir. Aðrir notendur, þ.e. þeir sem eru með kerfið uppsett á eigin vélbúnaði, geta uppfært kerfið í nýjustu útgáfu hvenær sem er með því að smella HÉR.

Nýlegar viðbætur í Stólpa

Miklar viðbætur hafa verið gerðar í Stólpa á nýliðnu ári. Um 40 nýjar útgáfur komu út á árinu 2025 með miklu magni af endurbótum og nýjungum. Hér verður farið yfir örfáar, en mikilvægar, nýjungar sem líklegt er að margir notendur hafi gagn af.

Ítarlegri upptalningu breytingar má finna HÉR

Stólpi App fyrir Verkbókhald

Starfsmenn geta nú skráð vinnu sína og efni í gegnum app í snjallsíma, sem skilar sér sjálfkrafa og samstundis yfir í Vinnuskýrslur/Verkbókhald og þaðan á sölureikning til verkkaupa. Starfsmenn hafa einnig gott yfirlit í appinu yfir allar eldri skráningar sínar.

Stólpi App fyrir Stimpilklukku

Starfsmenn geta nú skráð viðveru sína í rauntíma í gegnum app í snjallsíma og/eða spjaldtölvu, sem skilar sér sjálfkrafa og samstundis yfir í stimpilklukku Stólpa. Þegar skráningar hafa verið staðfestar af stjórnanda færast staðfestir tímar yfir í launakerfið og/eða verkbókhaldið, sé þess óskað.
Hægt er að skilgreina leyfðar staðsetningar (geofence) þannig að ekki sé hægt að skrá sig inn eða út hvar sem er. Valkvætt er hvort starfsmenn sjái í appinu yfirlit yfir allar eldri skráningar sínar.

Innkaupareikningur → Verkbókhald → Sölureikningur

Nú er enn einfaldara en áður að endurselja aðkeypt efni með réttri álagningu og tengja það við valið verk í verkbókhaldi sem endar á sölureikningi til verkkaupa. Kerfið reiknar rétt söluverð út frá forsendum notanda, en auðvelt er að breyta álagningu eða söluverði um leið og rafrænn innkaupareikningur er staðfestur. Þannig er auðvelt að tryggja að allt aðkeypt efni sé endurselt til verkkaupa.

Innkaupareikningur → Sölureikningur

Nú er einnig hægt með einföldum hætti að færa aðkeyptar vörur af rafrænum innkaupareikningi beint yfir á sölureikning með réttri álagningu og veita þannig góða yfirsýn yfir að allt aðkeypt efni sé örugglega endurselt með ásættanlegri álagningu.

Ný vefþjónusta Stólpa

Ný vefþjónusta gerir Stólpa kleift að tengjast öllum utanaðkomandi tölvukerfum. Stólpi getur því bæði sent og tekið á móti gögnum frá öðrum kerfum með sjálfvirkum hætti.

Ný vefbrú fyrir vefverslun

Ný vefbrú kemur í lok mánaðar sem tengir Stólpa við vefverslanir. Vefbrúin flytur öll helstu gögn á milli Stólpa og vefverslana fyrirtækja. Lausnin er hönnuð og þjónustuð af Netheimi, sem er sérhæft hugbúnaðarfyrirtæki á þessu sviði.

Beintenging við banka (B2B)

Í boði er beinn og fyrirhafnarlaus innlestur bankahreyfinga inn í fjárhagsdagbók. B2B býður einnig upp á að stofna kröfur í banka og lesa inn greiðslur á kröfum.

Einfaldari uppsetning tölvupósts

Stólpi býður nú innbyggða og einfalda tengingu til að senda skjöl og skýrslur úr kerfinu sem PDF-viðhengi í tölvupósti frá netfanginu noreply@stolpi.is. Afrit alls tölvupóst er einnig sent á skráð netfang fyrirtækis. Eftir sem áður er áfram hægt að tengja Stólpa við eigin póstþjón fyrirtækja þannig að tölvupóstur fari frá þeirra eigin netfangi, en slíkt kallar á sífellt flóknari uppsetningu á eigin póstþjóni fyrirtækja af öryggisástæðum.

Pappírslaust bókhald

Þrátt fyrir að rafrænir reikningar hafi að miklu leyti tekið við af pappírs- og PDF-reikningum eru slík skjöl enn hluti af bókhaldi margra fyrirtækja. Nú er hægt að umbreyta skönnuðum pappírs- og PDF-reikningum í rafræna innkaupareikninga, með upprunalegu skjali sem viðhengi, og lesa þá inn í Stólpa líkt og aðra rafræna reikninga. Viðhengi rafrænna reikninga eru svo alltaf aðgengileg í yfirliti hreyfinga hvers ldr.
Unimaze, skeytamiðlari Stólpa, býður upp á þessa lausn í samstarfi við Stólpa.

Öflugt samþykktarkerfi innkaupareikninga

Í lánardrottnakerfi Stólpa hefur lengi verið til staðar einfalt og skilvirkt samþykktarkerfi sem hentar flestum fyrirtækjum. Í samstarfi við Unimaze er nú í boði mun ítarlegra samþykktarkerfi fyrir þau fyrirtæki sem þurfa á slíku að halda.

Þjónustuborð Stólpa veitir allar nánari upplýsingar: stolpi@stolpi.is eða í síma 512-4400

Með góðri kveðju, starfsfólk Stólpa

9 - 16 virka daga
Lokað um helgar
Borgartúni 28, 4 hæð
105 Reykjavík
Allur réttur áskilinn Stólpi Viðskiptalausnir ehf.
databaseselectmagnifier