Öryggisafritun rafrænna bókhaldsgagna er lykilforsenda þess að heimilt sé að halda rafrænt bókhald samanber reglugerð nr. 505/2013. Í 11. gr. reglugerðarinnar segir meðal annars:
„Taka skal öryggisafrit reglulega af rafrænt færðu bókhaldi og öllum rafrænt færðum fylgiskjölum þess svo og gagnasafnskerfi samkvæmt viðurkenndum verklagsreglum og í samræmi við umfang viðskiptanna.“
Í viðskiptahugbúnaðinum Stólpa eru öll rafræn bókhaldsgögn hugbúnaðarins frá upphafi skráningar varðveitt í einum gagnagrunni. Ef um fjölfyrirtækjaútgáfu er að ræða er hvert fyrirtæki með sjálfstæðan gagnagrunn frá upphafi skráningar.
Afritunartaka í hýsingu
Stólpi Viðskiptalausnir afritar rafrænan gagnagrunn Stólpa daglega og önnur rafræn gögn sé þess óskað. Afritin eru varðveitt af viðurkenndum gagnavörsluaðila með öryggisvottun.
Afritunartaka af vélbúnað notanda
Notendur Stólpa sem hafa hugbúnaðinn uppsettan á eigin vélbúnaði bera sjálfir óskipta ábyrgð á að öryggisafrit séu tekin af gagnagrunni sbr. reglugerð nr. 505/2013. Stólpi Viðskiptalausnir býður upp á daglega sjálfvirka afritunartöku á gagnagrunni Stólpa og/eða öðrum gagnasvæðum fyrir viðskiptavini sem þess óska. Afritin eru varðveitt af viðurkenndum gagnavörsluaðila með öryggisvottun. Mánaðarlegt verð afritunarþjónustu án vsk:
Verðin fylgja mánaðarlegum breytingum á launavísitölu.
Skilmála þjónustu má finna í Almennum viðskiptaskilmálum SV.
Þjónustuborð Stólpa veitir einnig nánari upplýsingar í síma 512-4400.