Alla þriðjudaga og fimmtudaga kl 10-12
Ný dagbók í fjárhagskerfi Stólpa. Farið er yfir nýja virkni dagbókar.
Tímasetning skv. samkomulagi
Einkanámskeið er fyrir alla notendur sem vilja fá einkanámskeið hannað að sínum þörfum. Einkanámskeið getur verið fyrir einn til þrjá notendur frá sama fyrirtæki. Nemandi tilgreinir þau efnisatriði/kerfiseiningar sem hann vill leggja áherslu á. Upplagt fyrir vana sem nýja notendur sem vilja auka færni sína á sínum forsendum.
Einkanámskeið geta farið fram í gegnum fjartengingu sem hentar sérstaklega viðskiptavinum utan höfuðborgarsvæðisins.
Vinsamlegast sendið tölvupóst á netfangið namskeid@stolpi.is eða hringið í þjónustuborð okkar í síma 512-4400 varðandi nánari upplýsingar eða útfærslu.
Alla mánudaga og miðvikudaga kl 10-12
Námskeiðið er ætlað þeim sem eru að taka fyrstu skrefin í Stólpa. Markmið námskeiðsins er að gefa nemanda góða yfirsýn yfir undirstöðuatriði Stólpa og helstu aðgerðir. Farið verður meðal annars yfir eftirfarandi atriði:
- Yfirferð yfir helstu valmyndir og aðgerðir
- Yfirferð yfir undirstöðuatriði helstu kerfiseininga
- Notkun flýtilykla
- Skýrslur og fyrirspurnir
- Flutningur á gögnum í Excel og önnur snið
Alla fimmtudaga í desember og janúar kl 10-12
Farið verður yfir eftirfarandi þætti:
- Stofnun á nýju bókhaldstímabili og endurútreikningur á fjárhag
- Afstemmingar safnlykla við undirkerfi
- Gengismunur um áramót
- Efnahags- og rekstrarreikningur
- Launauppgjör um áramót
- Launa- og verktakamiðar
Alla mánudaga og miðvikudaga kl 10-12
Námskeiðið er fyrir alla sem vinna á sölukerfið. Hvort sem það er sölumaður á gólfi eða yfirmaður sem vill hafa yfirsýn yfir heildarsölu á hverjum tíma. Á námskeiðinu er farið yfir möguleika sölukerfisins í Stólpa, hvernig vörunúmer eru stofnuð, afsláttur skráður á viðskiptamenn, verðuppbyggingu vöru og verðbreytingar, yfirlitsskýrslur, færa gögn yfir í Excel og margt fleira. Í daglegum rekstri er mikilvægt að flestir notendur sölukerfis hafi haldgóða góða þekkingu á virkni kerfisins Farið verður meðal annars yfir eftirfarandi atriði:
- Helstu stillingar sölukerfis
- Útlit sölureikninga
- Stofnun skuldunauta og flokkun skuldunauta
- Greiðsluskilmálar og tenging við innheimtukerfi
- Stofna vörur og vöruflokka
- Verðútreikningur vöru og verðbreytingar
- Útbúa reikninga
- Sendingamátar reikninga
- Endurprentun og bakfærsla á reikningum
- Tilboð, pantanir, frátektir og samningar
- Afsláttakerfi
- Flýtilyklar
- Skýrslur, ABC greining og færa gögn yfir í Excel
Alla þriðjudaga og fimmtudaga kl 13-15
Námskeiðið er ætlað þeim sem lært hafa undirstöðuatriði bókhalds. Kennt er að stofna og breyta lyklum og bóka helstu færslur. Áhersla er lögð á skipulega vinnslu bókhaldsins og þá tækni sem býðst til að auka vinnuhagræði. Farið verður meðal annars yfir eftirfarandi atriði:
- Stofnun, breyting og vsk-tenging bókhaldslykla
- Færsla fylgiskjala í dagbók
- Villuleit og afstemmingar helstu reikninga
- Rekstraruppgjör og útskriftir
- Virðisaukaskattsuppgjör og bókun
- Árlega vinnsla og skil til endurskoðunar
- Stofnun og viðhald lánardrottna
- Skráning reikninga í lánardrottnabókhaldi
- Verktakamiðar um áramót
- Helstu útskriftir
Alla föstudaga kl 10-12
Á námskeiðinu er farið yfir hvernig Stólpi sendir rafræna reikninga til móttakanda. Flestir prenta enn út sölureikninga og senda í sniglapósti. Rafrænir reikningar (PDF eða XML) verða sífellt vinsælli enda er bæði ódýrara og einfaldara að senda rafræna reikninga en að senda pappírsreikning í sniglapósti. Sölukerfi Stólpa getur sent rafrænan reikning með einföldum hætti beint til viðtakanda hvort sem reikningurinn er sendur rafrænt með tölvupósti, InExchange eða Íslandspósti (mappan.is) eða öðrum leiðum til viðtakanda. Farið er yfir ávinning, valmöguleika, kostnað, sendingarmáta og stillingar rafrænna reikninga. Farið verður meðal annars yfir eftirfarandi atriði:
- Hvaða sendingamátar eru boði
- Ávinningur og kostnaður rafrænna reikninga
- Stillingar og verklag í Stólpa
- Sendingaryfirlit reikninga
- Endursending reikninga
- Viðhengi
- Tilvísun móttakanda
Alla föstudaga kl 13-15
Á námskeiðinu er farið yfir hvernig Stólpi tekur á móti rafrænum reikningi (XML) frá útgefanda, og hann uppfærður inn í fjárhagsbókhald og birgðir skráðar inn á lager með einföldum hætti. Mikið vinnuhagræði er að taka á móti rafrænum reikningi þar sem vinna við innslátt reiknings og villuhætta hverfur. Farið verður meðal annars yfir eftirfarandi atriði:
- Stillingar og verklag í Stólpa
- Samþykkja eða hafna rafrænum reikningi
- Uppfæra reikninga inn í fjárhag
- Uppfæra mótteknar vörur inn á lager
- Uppfæra útsöluverð með breyttu kostnaðarverði
Alla þriðjudaga og fimmtudaga kl 13-15
Innheimtukerfið sér um að senda kröfur í netbanka greiðanda. Innheimtukerfið sér um að stofna kröfur í netbanka greiðanda og skrá greiðslu hennar inn í fjárhag þegar hún hefur verið greidd. Farið verður meðal annars yfir eftirfarandi atriði:
- Uppsetning innheimtukerfis
- Stofnun og stilling greiðsluskilmála
- Stillingar viðskiptamanna og reikninga
- Stofnun innheimtukrafna hjá viðskiptavini
- Útprentun á innheimtukröfum
- Rafræn sending innheimtukrafna í banka
- Rafrænn innlestur greiddra innheimtukrafna úr banka yfir í fjárhagsbókhald
- Útprentun og sending innheimtubréfa eftir aldri innheimtukrafna
- Niðurfelling og breytingar á innheimtukröfum
Alla föstudaga kl 10-12
Námskeiðið er fyrir alla sem vinna með vörur félagsins. Hvort sem það er sölumaður á gólfi, starfsmaður á lager eða yfirmaður sem vill hafa yfirsýn yfir birgðir á hverjum tíma. Skilvirkt utanumhald um vörunúmer er mikilvægt öllum fyrirtækjum. Hvort sem verið er að tala um vörur eða þjónustu. Farið verður meðal annars yfir eftirfarandi atriði:
- Yfirlit og staða birgða
- Stofnun og viðhald vörunúmera
- Birgðahreyfingar
- Flokkun vara
- Vörunotkun
- Birgðaskráning
- Vörutalning
- Færsla á milli lagera
- Verðlagning og framlegð vöru
- Verðbreytingar
- Afsláttarflokkar
- Skýrslur, ABC greining og færa sölugögn yfir í Excel
Alla þriðjudaga og fimmtudaga kl 13-15
Námskeið þetta er ætlað öllum þeim sem annast launaútreikninga. Farið verður yfir flesta þætti launaútreiknings og hinir fjölþættu möguleikar kerfisins útskýrðir.
Farið verður meðal annars yfir eftirfarandi atriði:
- Stofnun og viðhald starfsmanna, launþega, lífeyrissjóða, stéttarfélaga og kjarasamninga
- Útreikningur launatímabils, útskrift launaseðla og lista
- Tenging launa við fjárhagsbókhald
- Orlofsmeðhöndlun
- Rafræn skil skilagreina
- Eftirágreidd gjöld starfsmanna
- Árlega vinnsla
- Leiðréttingar
Alla mánudaga kl 13-15
Verkbókhald Stólpa gefur yfirsýn yfir öll þau verk sem flæða í gegnum fyrirtækið. Farið er yfir efnis- og tímaskráningar inn á einstök verk. Farið verður meðal annars yfir eftirfarandi atriði:
- Grunnstillingar
- Verkþættir, verkliðir og verktegundir
- Stofnun verka
- Tíma- og efnisskráningar í verkbókhaldi
- Tíma og efnisskráningar í stimpilklukku
- Tilboð og áætlanir
- Verkbeiðnir
- Reikningagerð
- Skýrslur
- Uppfærsla í launakerfi
- Verklok og uppflettingar eldri verka