Birgðakostnaður fyrirtækja er oft á tíðum dulinn kostnaður. Sér í lagi ef lagermagn er of mikið eða of lítið. Almennt er talið að eðlilegur kostnaður birgðahalds sé um 20 til 40% af verðmæti lagers. Kostnaðurinn getur verið meiri ef lagermagn er of mikið eða of lítið. Því skiptir miklu máli að vera með rétt magn á lager og vanda innkaupin eins og kostur er. Vörur skipta einnig mismiklu máli fyrir rekstur félagsins í heild. ABC greining[1] á vörum sýnir hvaða vörur skipta mestu eða minnstu máli fyrir rekstur félagsins og þá hvaða vörur eru mikilvægastar að eiga á lager. Pantanakerfi Stólpa dregur saman allar helstu upplýsingar og útreiknaðar niðurstöður um hverja vöru svo notandi geti tekið vel upplýsta ákvörðun um hvaða vörur þarf að panta inn og hve mikið á að panta. Þegar notandi hefur yfirfarið og staðfest tillögur kerfisins útbýr kerfið pöntun fyrir hvern og einn birgja. Við móttöku vörunar er pöntun staðfest í heild eða að hluta og staðfest magn fært inn á lager. Allar upplýsingar og útreiknaðar niðurstöður má sjá í einu sundurliðuðu yfirliti fyrir allar valdar vörur. Auðvelt er að sía yfirlitið svo það sýni aðeins valdar vörur. Vöruúrtakið getur til dæmis verið vörur sem eru komnar með of lága lagerstöðu (staða þeirra undir pöntunarmarki), allar vörur sem tengjast ákveðnum birgja, ákveðinn vöruflokkur eða vörutegund og svo framvegis. Yfirlitið sýnir fyrir hverja eina vöru í úrtakinu:
Ef notandi er sáttur við útreiknaðar tillögu er tillagan staðfest og verður þá að formlegri pöntun. Notandi getur einnig yfirskrifað forsendur og útreiknaðar stærðir í yfirlitinu áður en pöntunarmagn er staðfest. Sjálfvirkt tillögumagn kerfisins tekur tillit til fjölda eininga í umbúðum, lágmarks- og hámarksmagn pöntunar ef slíkt á við. Að lokum er pöntun send á birgja. Við vörumóttöku getur notandi staðfest móttöku á pöntuninni í heild eða að hluta. [1] ABC greining á vörum, vöruflokkum, vörutegundum, skuldunautum eða sölumanna er gerð í Sölusögu sölukerfis. Þar má til dæmis greina hvaða vörur sköpuði mestu framlegðina (A vörur) eða minnstu (C vörur) á völdu tímabili.